Vel heppnað landsþing Skátagildanna

Sunnudagur, 10. maí 2015 23:55
Prentvæn útgáfa

Vel heppnað landsþing Skátagildanna á Íslandi var haldið í Keflavík 9. maí sl. Mjög góður andi var á þinginu og allir fóru glaðir heim. Ný stjórn var kjörin; Þorvaldur J. Sigmarsson landsgildismeistari, Karlinna Sigmundsdóttir varalandsgildismeistari, Fjóla Hermannsdóttir ritari, Gunnar Rafn Einarsson gjaldkeri og Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir erlendur bréfritari.

Hrefna Hjálmarsdóttir og Þorvaldur J. Sigmarsson 

 Hrefna Hjálmarsdóttir fráfarandi landsgildismeistari og Þorvaldur J. Sigmarsson, nýkjörinn landsgildismeistari.

Góðar umræður voru á þinginu en áhersla var lögð á kynningarmál og fjölgun í gildisstarfi. Nokkrar breytingar voru gerðar á samþykktum Skátagildanna, flestar voru minniháttar og voru þær samþykktar einróma. Þær má finna hér á síðunni.

Skátagildið Skýjaborgir var formlega tekið inn í samtökin og sjö gildisskátar voru heiðraðir fyrir góð störf.

Að þingstörfum loknum var farið í skemmtilega skoðunarferð um Reykjanesið og um kvöldið var hátíðarkvöldverður með söng, skemmtiatriðum og dansi. Næsta þing verður haldið í Hafnarfirði árið 2017.

Sjá má myndir fra þinginu, sem Guðni Gislason tók,  hér

Síðast uppfært: Mánudagur, 11. maí 2015 10:16