Þing Skátagildanna 9. maí

Sunnudagur, 26. apríl 2015 20:54
Prentvæn útgáfa

Landsþing Skátagildanna á Íslandi verður haldið í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju 9. maí nk. en það er St. Georgsgildið í Keflavík sem sér um þinghaldið.

Gildisfélagar eru hvattir til að taka þátt í dagskránni og hægt er að velja um að taka þátt í öllu þinginu, eða aðeins þinghaldinu sjálfu, skoðunarferðinni um Reykjanes eða hátíðarkvöldvökunni og kvöldverðinum.

Þinggögn eru afhent kl. 9.15-10 en þingdagskrá hefst kl. 10.

Dagskrá:

 

09.15-10.00

Þinggögn afhent og tekið við greiðslum. Létt morgunsnarl.

10.00

Þingsetning og dagskrá skv. samþykktum Skátagildanna á Íslandi.

12.00

Léttur hádegisverður

12.45

Þingstörfum framhaldið.

14.00

Þinglok og kaffispjall

14.30

Skoðunarferð um Reykjanes undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur.

17.00

Hlé

19.30

Hátíðarkvöldvaka og kvöldverður í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Í lok hátíðarkvöldvöku verður slegið upp léttum dansleik þar sem danshæfileikar gildisfélaga fá að njóta sín.

Hlaðborð - m.a. lambalæri, laxastemmning, kartöflugratín, salat, gildissósan, töfrar Arabíu og fleira.

Gosdrykkir

Kaffi og konfekt.

Drykkir eru seldir á staðnum en fólki er einnig heimilt að taka með sér.

Að venju er gert ráð fyrir skemmtiatriðum frá hverju gildi. Söngbækur verða á staðnum.