Vináttudagurinn 19. október í Borgarnesi

Miðvikudagur, 25. september 2013 22:07
Prentvæn útgáfa

Um árabil hafa gildisskátar haldið hátíðlegan svokallaðan vináttudag. Þetta er alþjóðlegur dagur sem hefur verið haldinn hátíðlegur víða um heim sem næst degi Sameinuðu þjóðanna 24. október frá árinu 1965. Það eru  skátagildin sunnan heiða sem hafa skipst á að skipuleggja daginn. Í ár mun stjórn Skátagildanna hafa veg og vanda af þessum ágæta degi.

Allir gildisskátar eru velkomnir.  Auk þess er öllum eldri skátum í Borgarnesi, á Akranesi, í Grundarfirði, í Búðardal, í Stykkishólmi, á Sauðárkrók og í  Mosfellsbæ boðið að koma og skemmta sér með gildiskátum að skátasið.

Dagskrá:
Kl. 14.00 Hittumst á söguloftinu á Landnámssetrinu

14.45 Sýningarnar á Landnámssetrinu skoðaðar.

Aðgangseyrir kr. 1.200 fyrir báðar sýningarnar. (venjulegt verð er kr. 2.600)

Þeir sem séð hafa sýningarnar gætu t.d. gengið um Skallagrímsgarðinn og komið við í  skátaheimilinu sem er rétt við garðinn. Þar munu ungir skátar sýna okkur fundarstað sinn.

kl. 16.00 Kaffihlaðborð á Landnámssetri.

Verð kr. 1.000. Stjórn greiðir niður það sem uppá kann að vanta.

Gestir eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku á netföngin Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.