Að loknu landsgildisþingi

Miðvikudagur, 28. ágúst 2013 16:41
Prentvæn útgáfa

Kæru gildisskátar

Hrefna Hjálmarsdóttir - Ljósm.: Guðni GíslasonÞá er fundargerð landsgildisþing 2013 loks komin inn á heimasíðuna.  Einnig fylgja skýrslur gildismeistara sem eru fróðlegar aflestrar. Þetta var all stormasamt þing og ljóst að gildisskátar hafa skoðanir á félagsskapnum. Helstu breytingar eru þær að fækkað hefur verið í stjórn skátagildanna úr sjö í fimm og nú er aðeins einn varamaður í stað tveggja. Ákveðið var að skipa tvo vinnuhópa, annan til að yfirfara samþykktir gildanna og hinn til að vinna að upplýsinga- og útbreiðslumálum gildanna.

Einnig var samþykkt  að í stað þess að tala um landsgildið yrði rætt um skátagildi í daglegu tali.

Í stað landsgildisstjórnar  yrði talað um stjórn skátagilda.  Ennþá heitum við St. Georgsgildin á Íslandi.

Hvað sem öllum orðalagsbreytingum líður þá skiptir mestu máli að efla innra starf gildanna og kynna það sem best svo hægt verði að laða fleira fólk til starfa.

Þakka gildisskátum öllum fyrir komuna á þingið.

Bestu þakkir til St. Georgsgildisins á Akureyri sem sá um undirbúning þingsins með miklum sóma.

Hrefna Hjálmarsdóttir landsgildismeistari

Sækja má fundargerðina hér

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 28. ágúst 2013 16:50