Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home
Skátagildin á Íslandi

St. Georgdagurinn 27. apríl

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

St. Georgsdagur Skátagildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 27. apríl nk. kl. 14 í Björgunarmiðstöðinni v/ Bakkabraut í Kópavogi, í skemmu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Gengið er inn frá bátahöfninni, yst á Kársnesi.

Það er Kópavogsgildið sem hefur umsjón með deginum og býður upp á áhugaverða dagskrá: 

  • Fulltrúi frá HSSK tekur á móti gildisskátum og sýnir nýuppgert húsnæðið og segir frá starfinu.
  • Falleg orð: Ásta Ágústsdóttir, skáti og djákni í Kópavogskirkju.
  • St. Georgsboðskapurinn lesinn.
  • Söngur
  • Kaffi og meðlæti (1.000 kr. á mann)
  • Atriði frá gildunum

Áætluð slit kl. 16.30

Gildisskátar í Kópavogi vonast eftir að sjá sem flesta.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 10. apríl 2014 23:33
 

Skátagildið Skýjaborgir stofnað í kvöld

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

 Það var merkur áfangi í skátastarfi í Hafnarfirði í kvöld þegar rúmlega 30 manns komu saman í Hraunbyrgi til að stofna nýtt skátagildi. Tæplega helmingur voru félagar úr St. Georgsgildinu í Hafnarfirði sem vildi sýna samstöðu sína og stuðning við hið nýja gildi. Mikill áhugi hefur verið fyrir stofnun gildisins og fjölmargir sem ekki komust í kvöld hafa tilkynnt þátttöku sína.

Fyrsti gildismeistari var kjörin Harpa Hrönn Grétarsdóttir flugumferðarstjóri. Aðrir í stjórn eru: Andri Már Johnsen varagildismeistari, Guðrún Stefánsdóttir ritari, Ragnheiður Guðjónsdóttir gjaldkeri og Sigmar Örn Arnarson meðstjórnandi. 

Þeir sem skrá sig í gildið fram á næsta félagsfund verða skráðir stofnfélagar gildisins. Guðni Gíslason, gildismeistari í St. Georgsgildisins í Hafnarfirði, sem hafði unnið að undirbúningi að stofnun gildisins, færði félögum í hinu nýja gildi árnaðaróskir frá St. Georgsgildinu í Hafnarfirði, fundargerðabók og bauð þeim afnot að Skátalundi endurgjaldslaust undir félagsfundi.

 

Vel heppnaður vináttudagur

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Vináttudagurinn var að þessu  sinni hann  haldinn í Borgarnesi  19. október sl. og var það stjórn skátagildanna sem sá um dagskrána.  Um 60 gildisskátar mættu frá öllum gildum nema Hveragerði.  Bæði skátagildin á Akureyri tóku  þátt. Að auki var ýmsum gömlum skátum boðið.

Dagskrá hófst á söguloftinu á Landnámssetrinu þar sem skátalög voru sungin. Hrefna Hjálmarsdóttir las vináttuboðskapinn, Gunnar Atlason kynnti Fræðasetur skáta sem verið er að undirbúa að Ljósafossi, Ingibjörg Hargrave sagði frá skátaheimilinu í Borgarnesi sem svannasveitin þar stóð fyrir að yrði byggt, Hreinn Óskarsson fór með gamanmál tengd skáldagötunni í Hveragerði.

Síðast uppfært: Mánudagur, 04. nóvember 2013 14:00 Nánar...
 

Vináttudagurinn 19. október í Borgarnesi

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Um árabil hafa gildisskátar haldið hátíðlegan svokallaðan vináttudag. Þetta er alþjóðlegur dagur sem hefur verið haldinn hátíðlegur víða um heim sem næst degi Sameinuðu þjóðanna 24. október frá árinu 1965. Það eru  skátagildin sunnan heiða sem hafa skipst á að skipuleggja daginn. Í ár mun stjórn Skátagildanna hafa veg og vanda af þessum ágæta degi.

Allir gildisskátar eru velkomnir.  Auk þess er öllum eldri skátum í Borgarnesi, á Akranesi, í Grundarfirði, í Búðardal, í Stykkishólmi, á Sauðárkrók og í  Mosfellsbæ boðið að koma og skemmta sér með gildiskátum að skátasið.

Nánar...
 

Að loknu landsgildisþingi

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Kæru gildisskátar

Hrefna Hjálmarsdóttir - Ljósm.: Guðni GíslasonÞá er fundargerð landsgildisþing 2013 loks komin inn á heimasíðuna.  Einnig fylgja skýrslur gildismeistara sem eru fróðlegar aflestrar. Þetta var all stormasamt þing og ljóst að gildisskátar hafa skoðanir á félagsskapnum. Helstu breytingar eru þær að fækkað hefur verið í stjórn skátagildanna úr sjö í fimm og nú er aðeins einn varamaður í stað tveggja. Ákveðið var að skipa tvo vinnuhópa, annan til að yfirfara samþykktir gildanna og hinn til að vinna að upplýsinga- og útbreiðslumálum gildanna.

Einnig var samþykkt  að í stað þess að tala um landsgildið yrði rætt um skátagildi í daglegu tali.

Í stað landsgildisstjórnar  yrði talað um stjórn skátagilda.  Ennþá heitum við St. Georgsgildin á Íslandi.

Hvað sem öllum orðalagsbreytingum líður þá skiptir mestu máli að efla innra starf gildanna og kynna það sem best svo hægt verði að laða fleira fólk til starfa.

Þakka gildisskátum öllum fyrir komuna á þingið.

Bestu þakkir til St. Georgsgildisins á Akureyri sem sá um undirbúning þingsins með miklum sóma.

Hrefna Hjálmarsdóttir landsgildismeistari

Sækja má fundargerðina hér

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 28. ágúst 2013 16:50
 

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135


Síða 2 af 5

Sögustiklur

1969: Stjórn St. Georgsgildisins í Hafnarfirði ákveður að safna frímerkjum hjá félagsmönnum og verja andvirði þeirra í Eþiópiusöfnun. Í framhaldi af því ákveður Landsgildisstjórn að safna frímerkjum og peningum hjá öllum gildunum til kaupa á teppum til Eþiópíusöfnunar gildanna á hinum Norðurlöndunum.

Hinn 16. mars tekur landsgildismeistari Eiríkur Jóhannesson þátt í fundi norrænu landsgildismeistaranna í Frederiksstad í Noregi. Hann var haldinn undir stjórn Tore Höye og var sá fyrsti, þar sem mættir voru fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Á fundinum var samþykkt að næsta gildisþing Norðurlandanna yrði haldið á Íslandi næsta ár.

Fjórða þing Bandalags íslenskra St. Georgsskáta var haldið 31.maí í Keflavik. Landsgildismeistari Eiríkur Jóhannesson setti þingið og tilnefndi Þóri Kr. Þórðarson sem fundarstjóra og Nönnu Kaaber fundarritara.

Hans Jörgensson var kjörinn landsgildismeistari og með honum í stjórn Elín Jósefsdóttir Hafnarfirði, Björn Stefánsson Keflavík og Aðalsteinn Júlíusson Reykjavík. Vara menn í stjórn voru kosnir Edvard Frederiksen Reykjavík og Dúi Björnsson, Akureyri. Eftir þingið var farið í ökuferð um Nes að Garðskaga og Hvalsnesi undir leiðsögn Helga S. Jónssonar. Í Hvalsneskirkju var stutt helgistund eftir að saga hennar hafði verið rakin í stórum dráttum.

Á fundi Landsgildisstjórnar 4. júní er Edward Frederiksen skipaður fulltrúi Íslands í Eþíópíunefnd Norðurlanda og jafnframt farið þess á leit við hann að sitja Landsgildisstjórnarfundi.

Þetta ár er stofnað St. Georgsgildi á Selfossi.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36