Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home
Skátagildin á Íslandi

St. Georgsdagurinn 2012

St. Georgsgildið í Keflavík sér um St. Georgsdaginn í ár.
Hann verður haldinn á laugardegi hinn 21. apríl n.k.
 
Við hittumst kl. 14.00 að Skólavegi 12 og fáum að heyra sögu “Geimsteins”, en synir Rúnars heitins, þeir Júlíus og Baldur taka á móti okkur.
 
Eftir  það verður gengið upp í Skátahús Heiðabúa og þar verður boðskapur dagsins kynntur okkur og vonandi verður sitthvað skemmtilegt framborið. Allavega verður kaffihlaðborð.
 
Við viljum minna Gildin á að koma með eitthvað skemmtilegt með sér.
 
Þáttaka tilkynnist í síðasta lagi mánudaginn 16. apríl í síma Hreins 421-1659 eða 694-7688 eða Eydísar í síma 421-1558 eða 863-0158
 
St. Georgsgildið í Keflavík

 

 

Frá Landsgildismeistara

 

Kæru félagar

 

Minni á fundinn þ. 10.mars 2012 kl. 11.00 í Skátamiðstöðinni við Hraunbæ, Reykjavík.

Þar verður fjallað um framtíðarsýn gildanna og safnað hugmyndum, sem að gagni mættu koma. Æskilegt er að hvert gildi sendi a.m.k. 3-4 fulltrúa og fleiri eru auðvitað velkomnir.

Gildismeistarar hafa fengið send gögn varðandi þennan fund, en hann mun standa fram eftir degi.

 

Málin eru heldur að skýrast hvað varðar NB fundinn í Litháen. Umsóknareyðublöð eru hér á síðunni. Svo virðist sem reiknað sé með að allir þátttakendur fari á Rumsiskes open air svæði en fólk getur valið um nokkrar ferðir þ. 16. júní. Þær ferðir kosta 20 evrur pr. mann.

 

Að lokum er minnt á að efni í næsta Bál  er þegið með þökkum. Áætlaður útgáfutími er í byrjun maí.

 

 

Gildismeistarar veita nánari upplýsingar.

 

Hrefna Hjálmarsdóttir

Landsgildismeistari

Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

462-4623/847 2742

 

Boðskapur vináttudagsins 2011

  ISGF

International Scout and Guide Fellowship

(An organization for adults)

 alt

 AISG

Amitiè Internationale Scoute et Guide

(Une organisation pour adultes)

 Boðskapur vináttudagsins 2011

Ágætu gildisvinir

Á Heimsþingi ISGF fá þátttakendur að upplifa hugtakið „Vinátta“ persónulega og stærstur hluti fulltrúa aðildarfélaga ISGF tileinka sér það til hins fyllsta. Como var tilvalinn staður til þess að skiptast á persónulegum upplýsingum, reynslu- sögum og eignast nýja vini.

Nú þegar við erum öll komin aftur til okkar heima, höfum við á þessum Vináttu- degi ágætis tækifæri til að útbreyða boðskapinn, sem Baden-Powels lét okkur eftir. „Gildisskáti er allra vinur og bróðir eða systir sérhvers gildisskáta“.

Látum okkur öll fara frá mótstað okkar og út á meðal fólks; hvert fyrir sig ræða við nágranna okkar, maður við mann; við vinnufélaga okkar eða t.d. einhvern ókunnugan sem er fús til að eiga við okkur orð. Það er næsta auðvelt að biðja ókunnan einstakling að verða vin sinn á netinu, en erfitt að biðja þess augliti til auglitis.

Nauðsynlegt er að grípa til markvissra aðgerða. Sýnið hugmyndarflug, látið ykkur koma í hug nýjar uppákomur; bjóðið t.d. einhverjum upp á kaffibolla eða í gönguferð. Heimsækið öldrunarheimili og brosið við einhverjum vistmanninum. Deilið með honum hamingju ykkar.

Nauðsyn er á auknum einstaklingsþroska. Sumir halda að efri aldur tryggi að maður viti allt sem vita þarf. Brosið - deilið kunnáttu ykkar og reynslu, þannig víkkar þið þekkingu ykkar og hljótið mun meira í ykkar hlut

Sum gildanna ættu jafnvel að nýta sér Vináttudaginn til þess að safna fé til styrktar þeim aðildarfélögum ISGF sem erfitt eiga með að greiða aðildargjöld sín.

Þetta gæti orðið upphaf þess að deila með öðrum ánægjunni, sem aðildin að ISGF gefur.

Með einlægum kveðjum.

Midá Rodrigues formaður heimsráðs ISGF 

Skjalið sjálft má sækja hér


 

Vináttudagurinn 2011

 Vináttudagurinn 2011 verður haldinn sunnudaginn 23. október nk. í umsjá Straums.

    Dagskráin verður með eftirfarandi hætti:

                          Kl.  13:50  Safnast saman við inngang Árbæjarsafns

                 Kl.  14:00   Skoðunarferð um Árbæjarsafn,  með leiðsögumanni. þar sem við munum skoða

                                     gamla bæinn, kirkjuna, gamla Lækjarbotaskálann og Tjöruhúsið, ef tíminn leyfir.

                    Kl.   15:15  Komið saman í Skátamiðstöðinni við Hraunbæ

                                   Kaffiveitingar og vináttudagsdagskrá með hefðbundnu sniði.    

                Áætlað að dagskrá verði lokið kl. 17.00

                Þátttakendur sem koma í Árbæjarsafn greiða Kr. 600 í aðgangseyri, (örorku- og ellilífeyrisþegar greiða ekki)

                Gjald fyrir kaffiveitingar Kr. 1.500 

                Vinsamlegast tilkynnið  um fjölda þátttakenda  frá hverju gildi, eigi síðar en 19. okt. á netfangið   Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.                

 

 

NBSR mótið 2012 í Lithuania

Skráningarform vegna Lithuania 2012 er hægt að nálgast hér

 

Borist hafa frumdrög að dagskrá fyrir NBSR mótið sem haldið veður í Litháen 14. – 17. júní 2012. Nánari upplýsingar eru væntanlegar bráðlega. Set hér með glærukynningu sem þið getið skoðað og notað til að kynna mótið í gildunum

Glærukynning Lithuania 2012

 

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135


Síða 4 af 5

Sögustiklur

1971: Fimmta landsþing St. Georgsskáta var haldið í Oddfellowshúsinu í Reykjavík 20, maí, uppstigningardag. Hans Jörgensson landsgildismeistari setti þingið og skipaði Albert Kristinsson fundarstjóra en Ragnheiði Kristinsdóttur fundarritara, bæði úr Hafnarfirði.

Á þessu þingi var lesið bréf þess efnis, að Borgargildið hefði verið lagt niður.

Tvær uppástungur komu fram um Landsgildismeistara og var Franch Michelsen kosinn Landsgildismeistari með 13 atkvæðum. Hrefna Tynes fékk 12 atkvæði. Aðrir í Landgildisstjórn voru kjörnir Aðalsteinn Júlíusson, Björn Stefánsson og Þorsteinn Magnússon. Varamenn í landsgildisstjórn voru kosin Guðmundur Ólafsson og Elsa Kristinsdóttir.

Að þinginu loknu, eftir kvöldmat, var ekið til Hafnarfjarðar og upp að Hvaleyrarvatni í Skátalund skála Hafnarfjarðargildisins þar. Í Skátalundi var dvalið góða stund og var þar boðið upp á öl og meðlæti. Svo var haldið aftur til Reykjavíkur í safnaðarheimili Langholtssóknar. Þar hófst svo kvöldvaka með spjalli, söng og gamanmálum, kaffi og indælum kökum.

Á Landsgildisstjórnarfundi 10. júní var rætt um fyrirhugað norrænt gildisþing í Noregi og Þorsteinn Magnússon, Jónas Sigurður Jónsson og Albert Kristinsson skipaðir í nefnd til að undirbúa ferð þangað.

Á þessum fundi var líka rætt um að hætta að gefa Bálið út sem hluta af Foringjanum en gera það að sérstöku blaði sem kæmi út þrisvar til fjórum sinnum á ári, fjórar síður hverju sinni, en væri samt áfram innan í Foringjanum sem sjálfstætt blað. Hrefna Tynes tók að sér að athuga með ritstjórn.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36