Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home
Skátagildin á Íslandi

Vináttudagur gildisskáta 2012

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa

Vináttudagur gildisskáta verður haldinn í Hafnarfirði 28. október nk.

Nánar...
 

Vináttuboðskapur 2012

Kæru vinir, félagar í ISGF

Tíminn líður  hratt og enn og aftur sendi ég ykkur óskir um afar ánægjulegan vináttudag 2012.
Alþjóðastjórnin hefur haft nóg að gera á liðnu ári við að hafa samband við félaga um allan heim og vinna að þróun ISGF.

Nánar...
 

Litháen 2012

Íslenskir gildisskátar í Litháen s.l. sumar.

 

 

Eins og lesendur síðunnar hafa eflaust tekið eftir þá hefur annáll gildanna  aðeins náð að árinu1975. Nú hefur verið aukið við hann og nær annállinn nú til ársins 2011. Að vísu vantar árin 2001-2003 ennþá en reynt verður að bæta þeim inn í fljótlega.

Kaflarnir eru skrifaðir af ýmsum einstaklingum á mismunandi tímum og bera þeir því höfundareinkenni. Þeir sem lögðu til efni voru: Hörður Zophaníasson, Hreinn Óskarsson, Jóhanna Kristinsd., Einar Tjörvi Elíasson og Elín Richards. Bestu þakkir til þeirra allra. Á einstaka stað eru ? þar sem erfitt var að velja úr misvísandi upplýsingum. Gott væri að fá skriflegar ábendingar ef lesendur reka sig á villur í textanum. En þetta er fróðleg og skemmtileg  lesning og gott að eiga þessar heimildir nú á einum stað.

 

Hrefna Hjálmarsdóttir

landsgildismeistari

Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

 

Vináttudagurinn

 

Alþjóðagildið var stofnað 25. október 1953.

Dagur Sameinuðu þjóðanna er 24. október.

 

Vináttudagurinn er alþjóðlegur hátíðisdagur gildisskáta og er haldinn ár hvert í október. (næsta sunnudag við stofnun alþjóðagildisins 25. okt. ef hægt er)

Vináttuboðskapurinn er sendur út frá alþjóðaskrifstofunni til allra þátttökulanda og birtur og lesinn á vináttudaginn.

Dagurinn er helgaður vináttunni, bæði milli einstaklinga og þjóða

og hefur verið fastur liður í starfi gildisskáta frá 1966.

 

Gildin sunnan heiða hafa skipst á að halda vináttudaginn í þessari röð:

 

2006: St. Georgsgildið í Reykjavík

2007: Landsgildið

2008: St. Georgsgildið í Hveragerði

2009: St. Georgsgildið í Keflavík

2010: St. Georgsgildið í Kópavogi

2011: St. Georgsgildið Straumur

2012: St. Georgsgildið í Hafnarfirði

2013: Landsgildið

 

Skátafélag - mikilvægt afl í samfélagi

Kæru gildisfélagar.

Það er mér mikil ánægja að leggja mitt af mörkum til að kynna bókina “Skátafélag - mikilvægt afl í samfélagi”.  Höfundar bókarinnar, hjónin Anna Kristjánsdóttir og Arnlaugur Guðmundsson, hafa fylgst með skátastarfi frá unga aldri og þekkja vel til flestra  þátta þess.

Eflaust geta margir gildisfélagar tekið undir með þeim, að finna til þakklætis fyrir ómældar ánægjustundir í skátastarfi um áratuga skeið.

Eins og fram kemur í kynningarbæklingi er bókin skrifuð fyrir breiðan hóp fólks, bæði þá sem tekið hafa þátt í skátastarfi en ekki síður fyrir þá sem ekki hafa verið skátar. Áherslan er ekki einungis á skátastarfið sem slíkt, heldur einnig á samfélagslegt hlutverk skátastarfsins. Einmitt þess vegna finnst mér hún sérstaklega áhugaverð fyrir skáta, sem hugsanlega fá nýja og dýpri sýn á skátastarfið við lesturinn. Margt sem við lærðum á okkar ungu skátaárum tókum sem sjálfsögðum hlutum á sínum tíma en geta vakið forvitni og áhuga okkar sem hugsandi fullorðins fólks. Það er vissulega áhugavert að skoða stöðu skátastarfs í samfélaginu á mismunandi tímum.

Skátagildin á Íslandi stuðla að því að efla skátafélögin í sinni heimabyggð ýmist fjárhagslega eða félagslega. Við vitum öll að skátastarf gengur oft í bylgjum og þess vegna er nauðsynlegt að hlúa að skátafélögunum sem “náttúruperlum”.

Ég er þess fullviss að bókin á eftir að vekja eftirtekt og umræður í íslensku samfélagi. Við gildisfélagar getum stuðlað að því með því að eignast bókina, gefa hana góðum vinum, og ræða um hana. Ég hlakka  til að lesa bókina  um veturnætur.

Hrefna Hjálmarsdóttir

Landsgildismeistari

Kynningarbækling má hlaða niður hér

 

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135


Síða 3 af 5

Sögustiklur

1966: Á Landsgildisstjórnarfundi 10. júní var rætt um að senda Jennu Jónsdóttur á þing St. Georgsgilda í Danmörku, en hún ætlaði á þjóðdansamót þar í landi. Einnig var ákveðið á þessum sama fundi að taka upp búning fyrir St. Georgsgildin, brúngrænar peysur. Panta átti nokkrar peysur og sýna þær á fundi í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði og senda síðan nokkrar til gildanna úti á landi.

Á Landsgildisstjórnarfundi 6.október kemur fram að ágóði af tesölu St. Georgsskáta á Landsmóti skáta 1966 á Hreðavatni hafi orðið 5.020 krónur. Landsgildið sá um móttöku gesta á Landsmótinu.

Á fundinum var einnig lagt fram bréf frá landsgildismeistara Noregs um að St. Georgsgildin í Noregi, Danmörku, Íslandi og Svíþjóð hafi fund saman, þar sem rætt yrði um nánara samband milli gildanna og skáta á ýmsum stöðum.

Landsgildismeistari, Eiríkur Jóhannesson, skýrði frá tillögu frá IFOFSAG um að halda hátíðlega 24. eða 25. október ár hvert, en 25. október er stofndagur IFOFSAG og Sameinuðu þjóðanna.

Á þessu ári reisir St. Georgsgildið í Hafnarfirði skála við Hvaleyrarvatn. Skálinn var síðar vígður 25. júní 1968 og nefndur Skátalundur.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36