Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

 • Stækka leturstærð
 • Sjálfgefin leturstærð
 • Minnka leturstærð
Home Vináttudagurinn

Vináttudagurinn

Vináttudagur gildisskáta

Um árabil hafa gildisskátar haldið hátíðlegan svokallaðan vináttudag. Þetta er alþjóðlegur dagur sem hefur verið haldinn hátíðlegur víða um heim sem næst degi Sameinuðu þjóðanna 24. október. Alþjóðasamtök gildanna voru stofnað 25. október 1953. Dagurinn er helgaður vináttunni, bæði milli einstaklinga og þjóða og hefur verið fastur liður í starfi gildisskáta frá 1966.

 • 2021: St. Georgsgildið í Hafnarfirði
 • 2020: St. Georgsgildið í Hveragerði
 • 2019: Skátagildin á Íslandi
 • 2018: Skátagildið Skýjaborgir
 • 2017: St. Georgsgildið Straumur
 • 2016: Skátagildið í Kópavogi
 • 2015: Skátagildið í Keflavík
 • 2014: St. Georgsgildið í Hveragerði
 • 2013: Skátagildin á Íslandi (Hveragerði)
 • 2012: St. Georgsgildið í Hafnarfirði
 • 2011: St. Georgsgildið Straumur
 • 2010: St. Georgsgildið í Kópavogi
 • 2009: St. Georgsgildið í Keflavík
 • 2008: St. Georgsgildið í Hveragerði
 • 2007: St. Georgsgildin á Íslandi
 • 2006: St. Georgsgildið í Reykjavík 
 
 
 
 
 
2011: 
 Sögustiklur

1965: Laugardaginn 22. maí var 2. landsgildisþingið sett í Skátaheimilinu í Reykjavík. Hans Jörgensson gildismeistari St. Georgsgildisins í Reykjavík bauð fundarmenn velkomna og skátahöfðingi Jónas B. Jónsson flutti ávarp. Síðan tók landsgildismeistari Dúi Björnsson við stjórn fundarins. Fundarritari var Sólveig Helgadóttir. Fundinn sátu St. Georgsskátar frá Akureyri, Hafnarfirði, Keflavík og Reykjavík. Samþykkt var að leita eftir því að BÍG fengi eina til tvær síður í Foringjanum. Eiríkur Jóhannesson, Hafnarfirði, var kosinn landsgildismeistari og með honum í stjórn Kristinn Sigurðsson, Elsa Kristinsdóttir og Sigurlaug Arnórsdóttir, öll úr Hafnarfirði. Í varastjórn voru kosnir Egill Strange og Svavar Jóhannesson, báðir úr Hafnarfirði. Franch Michelsen var tilnefndur í stjórnina af BÍS.

Að þinginu loknu var haldin kvöldvaka í Skátaheimilinu og stjórnaði Hans Jörgensson henni. Þar var mikið sungið, leikþættir fluttir og gamansögur sagðar. Um 60 félagar sóttu kvöldvökuna.

Á Landsgildisstjórnarfundi 2. júní var m. a. rætt um að gildin kæmu í stað foreldraráðs í skátafélögunum og hjálpuðu til við skátastarfið.

St. Georgsgildið í Vestmannaeyjum var stofnað 2. október 1965 og voru stofnendur rúmlega 60. Gildismeistari var kjörinn séra Jóhann Hlíðar.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36