Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

 • Stækka leturstærð
 • Sjálfgefin leturstærð
 • Minnka leturstærð
Home Vináttudagurinn

Vináttudagurinn

Vináttudagur gildisskáta

Um árabil hafa gildisskátar haldið hátíðlegan svokallaðan vináttudag. Þetta er alþjóðlegur dagur sem hefur verið haldinn hátíðlegur víða um heim sem næst degi Sameinuðu þjóðanna 24. október. Alþjóðasamtök gildanna voru stofnað 25. október 1953. Dagurinn er helgaður vináttunni, bæði milli einstaklinga og þjóða og hefur verið fastur liður í starfi gildisskáta frá 1966.

 • 2021: St. Georgsgildið í Hafnarfirði
 • 2020: St. Georgsgildið í Hveragerði
 • 2019: Skátagildin á Íslandi
 • 2018: Skátagildið Skýjaborgir
 • 2017: St. Georgsgildið Straumur
 • 2016: Skátagildið í Kópavogi
 • 2015: Skátagildið í Keflavík
 • 2014: St. Georgsgildið í Hveragerði
 • 2013: Skátagildin á Íslandi (Hveragerði)
 • 2012: St. Georgsgildið í Hafnarfirði
 • 2011: St. Georgsgildið Straumur
 • 2010: St. Georgsgildið í Kópavogi
 • 2009: St. Georgsgildið í Keflavík
 • 2008: St. Georgsgildið í Hveragerði
 • 2007: St. Georgsgildin á Íslandi
 • 2006: St. Georgsgildið í Reykjavík 
 
 
 
 
 
2011: 
 Sögustiklur

1975: Laugardaginn 24. maí var 7. landsþing St. Georgsgildis Íslands haldið í Keflavík. Jakob Árnason gildismeistari Keflavíkurgildisins bauð gesti velkomna, landsgildismeistari Franch Michelsen setti þingið, skipaði Lúðvík Jónsson Keflavík fundarstjóra en Jón A. Valdimarsson Keflavík fundarritara.

Samþykktar voru lagabreytingar þar á meðal að stjórn Landsgildisins skyldi skipuð 7 mönnum.

Landsgildismeistari var kjörinn Hrefna Tynes og með henni í stjórn Þorsteinn Magnússon, Guðfinna Svavarsdóttir, Sigríður Axelsdóttir, Stefán Jónsson, Sigurlaug Arnórsdóttir og Björn Stefánsson.

Nokkrar umræður urðu á þinginu um stofndag St. Georgsgildis á Íslandi. Fram kom að telja beri útilegu 29 gamalla skáta að Úlfljótsvatni 12. og 13. ágúst 1950 upphafið að félagi gamalla skáta, sem síðar varð að St. Georgsgildi á fundi í Oddfellowshúsinu í Reykjavík. Mönnum bar ekki saman um stofnár fyrsta St. Georgsgildisins, Hans Jörgensson taldi það vara 1959, Franch Michelsen fyrir 1959, reyndar væri rétt að miða við útileguna á Úlfljótsvatni 1950 og Hrefna Tynes taldi að upphaf gildisstarfsins byggðist á samtölum sem fram fóru í útilegunni 1950.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36