Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Um Skátagildin

Skátagildin á Íslandi

Skátagildin á Íslandi eru regnhlífarsamtök skátagilda, félaga eldri skáta.

Markmið St. Georgsgildanna og skátagildanna er að gera að veruleika kjörorðið „eitt sinn skáti, ávallt skáti“ með því:

  1. að vera tengiliður til eflingar milli skátahreyfingarinnar og eldri skáta
  2. að brýna fyrir gildisskátum að vera hjálpsamir og nytsamir þjóðfélagsþegnar með sterka ábyrgðartilfinningu
  3. að útbreiða skátahugsjónina og veita skátahreyfingunni stuðning
  4. að flytja sannan skátaanda út í þjóðfélagið
  5. að treysta gott samband við Bandalag íslenskra skáta

Rétt til að sækja um inngöngu í samtökin hafa þau gildi sem starfa í anda St. Georgsgilda og skátagilda.

Gildisskátar geta þeir orðið, sem náð hafa 18 ára aldri, hafa verið skátar eða hafa áhuga á starfi skátahreyfingarinnar og hafa unnið gildisheitið.

Við inngöngu í gildi vinnur nýr félagi vinna svohljóðandi heit: 
„Ég lofa að leitast við að lifa lífi mínu í samræmi við hugsjónir skátahreyfingarinnar og markmið gildanna.“

Facebook síða gildisskáta er www.facebook.com/skatagildi

 

Sögustiklur

1965: Laugardaginn 22. maí var 2. landsgildisþingið sett í Skátaheimilinu í Reykjavík. Hans Jörgensson gildismeistari St. Georgsgildisins í Reykjavík bauð fundarmenn velkomna og skátahöfðingi Jónas B. Jónsson flutti ávarp. Síðan tók landsgildismeistari Dúi Björnsson við stjórn fundarins. Fundarritari var Sólveig Helgadóttir. Fundinn sátu St. Georgsskátar frá Akureyri, Hafnarfirði, Keflavík og Reykjavík. Samþykkt var að leita eftir því að BÍG fengi eina til tvær síður í Foringjanum. Eiríkur Jóhannesson, Hafnarfirði, var kosinn landsgildismeistari og með honum í stjórn Kristinn Sigurðsson, Elsa Kristinsdóttir og Sigurlaug Arnórsdóttir, öll úr Hafnarfirði. Í varastjórn voru kosnir Egill Strange og Svavar Jóhannesson, báðir úr Hafnarfirði. Franch Michelsen var tilnefndur í stjórnina af BÍS.

Að þinginu loknu var haldin kvöldvaka í Skátaheimilinu og stjórnaði Hans Jörgensson henni. Þar var mikið sungið, leikþættir fluttir og gamansögur sagðar. Um 60 félagar sóttu kvöldvökuna.

Á Landsgildisstjórnarfundi 2. júní var m. a. rætt um að gildin kæmu í stað foreldraráðs í skátafélögunum og hjálpuðu til við skátastarfið.

St. Georgsgildið í Vestmannaeyjum var stofnað 2. október 1965 og voru stofnendur rúmlega 60. Gildismeistari var kjörinn séra Jóhann Hlíðar.