Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Um Skátagildin

Skátagildin á Íslandi

Skátagildin á Íslandi eru regnhlífarsamtök skátagilda, félaga eldri skáta.

Markmið St. Georgsgildanna og skátagildanna er að gera að veruleika kjörorðið „eitt sinn skáti, ávallt skáti“ með því:

  1. að vera tengiliður til eflingar milli skátahreyfingarinnar og eldri skáta
  2. að brýna fyrir gildisskátum að vera hjálpsamir og nytsamir þjóðfélagsþegnar með sterka ábyrgðartilfinningu
  3. að útbreiða skátahugsjónina og veita skátahreyfingunni stuðning
  4. að flytja sannan skátaanda út í þjóðfélagið
  5. að treysta gott samband við Bandalag íslenskra skáta

Rétt til að sækja um inngöngu í samtökin hafa þau gildi sem starfa í anda St. Georgsgilda og skátagilda.

Gildisskátar geta þeir orðið, sem náð hafa 18 ára aldri, hafa verið skátar eða hafa áhuga á starfi skátahreyfingarinnar og hafa unnið gildisheitið.

Við inngöngu í gildi vinnur nýr félagi vinna svohljóðandi heit: 
„Ég lofa að leitast við að lifa lífi mínu í samræmi við hugsjónir skátahreyfingarinnar og markmið gildanna.“

Facebook síða gildisskáta er www.facebook.com/skatagildi

 

Sögustiklur

1967: Á fundi Landsgildisstjórnar 26. apríl er sagt frá því að minningarspjöld St. Georgsskáta séu tilbúin til sölu.

Laugardaginn 20. maí er 3.þing Bandalags íslenskra St. Georgsskáta haldið í skátaskálanum Hraunbyrgi í Hafnarfirði. Landsgildismeistari bauð Eigil Mauritzen landsgildismeistara í Danmörku sérstaklega velkominn á þingið. Síðan tók Eigil Mauritzen til mál og flutti fróðlegt erindi um dönsku St. Georgsgildin. Hann afhenti í lok þingsins gildismerki á borða á fæti, gjöf frá Landsgildinu í Danmörku.

Hans Jörgensson var kosinn fundarstjóri þingsins og Kristinn Sigurðsson fundarritari.

Á þinginu voru mættir félagar úr gildunum á Akureyri, Reykjavík, Keflavík, Hafnarfirði og Vestmannaeyjum. Fram kom að í gildinu í Vestamannaeyjum hefur lögunum verið breytt þannig, að sér foringi er fyrir karla og sér fyrir konur "og hefur gefist vel".

Nokkrar lagabreytingar eru gerðar á þinginu m, a, þær, að skammstöfun Bandalags íslenskra St. Georgsskáta skyldi verða BÍSG í stað BÍG, og numið var úr lögunum að fulltrúi BÍS í Landsgildisstjórninni skyldi vera úr Reykjavík.

Landsgildisstjórnin var öll endurkjörin samkvæmt tillögu uppstillingarnefndar svo og varastjórn.