Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Skýjaborgir

Skátagildið Skýjaborgir

Skátagildið Skýjaborgir var stofnað í skátaheimilinu Hraunbyrgi í Hafnarfirði 13. febrúar 2014. Gildið var stofnað að tilstuðlan St. Georgsgildisins í Hafnarfirði af frumkvæði Guðna Gíslasonar, gildismeistara, sem undirbjó stofnun þess. 
Rúmlega 30 mættu á stofnfundinn og komu nærri helmingur þeirra úr St. Georgsgildinu í Hafnarfirði sem vildu með því sýna stuðning sinn við stofnun gildisins. Fjölmargir höfðu sýnt stofnuninni áhuga og stofnfélagar urðu samtals ?????? [Vantar] 
Guðni Gíslason, gildismeistari, Una Guðlaug Sveinsdóttir félagsforingi og Harpa Hrönn Grétarsdóttir gildismeistari.
Guðni Gíslason, gildismeistari St. Georgsgildisins í Hafnarfirði, Una Guðlaug Sveinsdóttir, félagsforingi Hraunbúa og Harpa Hrönn Grétarsdóttir gildismeistari Skýjaborga.
 
Fyrsti gildismeistari var kjörin Harpa Hrönn Grétarsdóttir flugumferðarstjóri. Aðrir í stjórn eru: Andri Már Johnsen varagildismeistari, Guðrún Stefánsdóttir ritari, Ragnheiður Guðjónsdóttir gjaldkeri og Sigmar Örn Arnarson meðstjórnandi. 

St. Georgsgildið í Hafnarfirði færði hinu nýja gildi árnaðaróskir frá St. Georgsgildinu í Hafnarfirði, fundargerðabók og bauð þeim afnot að Skátalundi endurgjaldslaust undir félagsfundi.
 
Kennitala: 560914-0910
 

Sögustiklur

1975: Laugardaginn 24. maí var 7. landsþing St. Georgsgildis Íslands haldið í Keflavík. Jakob Árnason gildismeistari Keflavíkurgildisins bauð gesti velkomna, landsgildismeistari Franch Michelsen setti þingið, skipaði Lúðvík Jónsson Keflavík fundarstjóra en Jón A. Valdimarsson Keflavík fundarritara.

Samþykktar voru lagabreytingar þar á meðal að stjórn Landsgildisins skyldi skipuð 7 mönnum.

Landsgildismeistari var kjörinn Hrefna Tynes og með henni í stjórn Þorsteinn Magnússon, Guðfinna Svavarsdóttir, Sigríður Axelsdóttir, Stefán Jónsson, Sigurlaug Arnórsdóttir og Björn Stefánsson.

Nokkrar umræður urðu á þinginu um stofndag St. Georgsgildis á Íslandi. Fram kom að telja beri útilegu 29 gamalla skáta að Úlfljótsvatni 12. og 13. ágúst 1950 upphafið að félagi gamalla skáta, sem síðar varð að St. Georgsgildi á fundi í Oddfellowshúsinu í Reykjavík. Mönnum bar ekki saman um stofnár fyrsta St. Georgsgildisins, Hans Jörgensson taldi það vara 1959, Franch Michelsen fyrir 1959, reyndar væri rétt að miða við útileguna á Úlfljótsvatni 1950 og Hrefna Tynes taldi að upphaf gildisstarfsins byggðist á samtölum sem fram fóru í útilegunni 1950.