Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Skýjaborgir

Skátagildið Skýjaborgir

Skátagildið Skýjaborgir var stofnað í skátaheimilinu Hraunbyrgi í Hafnarfirði 13. febrúar 2014. Gildið var stofnað að tilstuðlan St. Georgsgildisins í Hafnarfirði af frumkvæði Guðna Gíslasonar, gildismeistara, sem undirbjó stofnun þess. 
Rúmlega 30 mættu á stofnfundinn og komu nærri helmingur þeirra úr St. Georgsgildinu í Hafnarfirði sem vildu með því sýna stuðning sinn við stofnun gildisins. Fjölmargir höfðu sýnt stofnuninni áhuga og stofnfélagar urðu samtals ?????? [Vantar] 
Guðni Gíslason, gildismeistari, Una Guðlaug Sveinsdóttir félagsforingi og Harpa Hrönn Grétarsdóttir gildismeistari.
Guðni Gíslason, gildismeistari St. Georgsgildisins í Hafnarfirði, Una Guðlaug Sveinsdóttir, félagsforingi Hraunbúa og Harpa Hrönn Grétarsdóttir gildismeistari Skýjaborga.
 
Fyrsti gildismeistari var kjörin Harpa Hrönn Grétarsdóttir flugumferðarstjóri. Aðrir í stjórn eru: Andri Már Johnsen varagildismeistari, Guðrún Stefánsdóttir ritari, Ragnheiður Guðjónsdóttir gjaldkeri og Sigmar Örn Arnarson meðstjórnandi. 

St. Georgsgildið í Hafnarfirði færði hinu nýja gildi árnaðaróskir frá St. Georgsgildinu í Hafnarfirði, fundargerðabók og bauð þeim afnot að Skátalundi endurgjaldslaust undir félagsfundi.
 
Kennitala: 560914-0910
 

Sögustiklur

1970: Norðurlandaþing St. Georgsgildanna var haldið í fyrsta skipti á Íslandi, nánar tiltekið 27. til 31. júlí. Þingið sóttu 110 gildisfélagar frá hinum Norðurlöndunum, 27 frá Noregi, 30 frá Danmörku, 38 frá Svíþjóð og 15 frá Finnlandi. Auk þeirra tóku allmargir íslenskir gildisfélagar þátt í þessu fyrsta Norðurlandaþingi hér á landi og sáu um allan undirbúning og framkvæmd þess. Þingið þótti með miklum glæsibrag og takast hið besta.