Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Kópavogur

Póstaleikur á uppstigningardag

 Sú hefð hefur skapast hjá Kópavogsgildinu að hafa póstaleik í samstarfi við skátafélagið á uppstigningardag.  Að þessu sinni var sól og blískaparveður og mættu glaðir skátar með foreldrum sínum og öfum og ömmu og tóku þátt.  Póstarnir voru að skátasið og þar má nefna hefðbundna pósta eins og skátadulmál, hnútapóst og fánaathöfn.  Einnig voru óhefðbundnari póstar sem vöktu mikla lukku s.s. dýnuviðsnúningur og tunnu rúll.  Að lokum var grillað ofan í mannskapinn og allir héldu glaðir heim eftir vel heppnaðan dag. 

alt
alt
 

Kópavogsgildið

 Í Kópavogsgildinu eru nú 23 félagar.  Við höldum fundi þriðja fimmtudag í hverjum mánuði og höfum þá fræðslu og skemmtun í bland.  Við förum í gönguferðir fyrsta sunnudag í mánuði.

Við styðjum við starf skátafélagsins t.d. með því að elda í útilegum og mótum og aðstoðum við viðhald skátaheimilisins.  

 

 Sögustiklur

1974: St. Georgsdagurinn haldinn 23. apríl í Bessastaðakirkju. Forseti Íslands hafði samið boðskapinn að þessu sinni að beiðni Landsgildisstjórnar.

Gildin sáu um sögusýningu á landsmóti skáta á Úlfljótsvatni. Franch Michelsen var sæmdur gullbjálkanum á 60 ár afmæli hans. Skátahöfðingi Páll Gíslason mætti á Landsgildisstjórnarfund 3. október, en hann átti 50 ára afmæli þann dag. Var hann sæmdur gullbjálkanum við þetta tækifæri. Á fundinum kom fram að alheimsmót St. Georgsgilda yrði haldið í Álaborg í Danmörku næsta sumar og voru Jónas Sigurður Jónsson, Björn Stefánsson og Einvarður Jósefsson kjörnir í undirbúningsnefnd fyrir ferð þangað. Síðar kom í ljós, að ekki var áhugi hjá gildunum á ferðinni.