Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Hafnarfjörður Stjórn Hafnarfjarðargildis
Stjórn Hafnarfjarðargildis
1 Guðni Gíslason Gildismeistari Hafnarfjarðargildið Þetta tölvupóstfang er verndað fyrir ruslpóstsþjörkum, þú þarft að virkja JavaScript til að sjá það.
2 Edda M Halldórsdóttir Varagildismeistari Hafnarfjarðargildis

Sögustiklur

1975: Laugardaginn 24. maí var 7. landsþing St. Georgsgildis Íslands haldið í Keflavík. Jakob Árnason gildismeistari Keflavíkurgildisins bauð gesti velkomna, landsgildismeistari Franch Michelsen setti þingið, skipaði Lúðvík Jónsson Keflavík fundarstjóra en Jón A. Valdimarsson Keflavík fundarritara.

Samþykktar voru lagabreytingar þar á meðal að stjórn Landsgildisins skyldi skipuð 7 mönnum.

Landsgildismeistari var kjörinn Hrefna Tynes og með henni í stjórn Þorsteinn Magnússon, Guðfinna Svavarsdóttir, Sigríður Axelsdóttir, Stefán Jónsson, Sigurlaug Arnórsdóttir og Björn Stefánsson.

Nokkrar umræður urðu á þinginu um stofndag St. Georgsgildis á Íslandi. Fram kom að telja beri útilegu 29 gamalla skáta að Úlfljótsvatni 12. og 13. ágúst 1950 upphafið að félagi gamalla skáta, sem síðar varð að St. Georgsgildi á fundi í Oddfellowshúsinu í Reykjavík. Mönnum bar ekki saman um stofnár fyrsta St. Georgsgildisins, Hans Jörgensson taldi það vara 1959, Franch Michelsen fyrir 1959, reyndar væri rétt að miða við útileguna á Úlfljótsvatni 1950 og Hrefna Tynes taldi að upphaf gildisstarfsins byggðist á samtölum sem fram fóru í útilegunni 1950.