Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Fréttir
Skátagildin á Íslandi

St. Georgs boðskapurinn 2012

Endurnýjun á skátaheiti


Á Jamboree í Svíþjóð 2012 endurnýjuðu allir þátttakendur skátaheit sitt við mótsslit. Þetta var hátíðleg og eftirminnileg stund fyrir þá rúmlega 40 þúsund skáta  sem þarna voru. Samstaðan um að vinna að friði á jörðu og viljinn til að breyta, lá í loftinu. Hver og einn fór með skátaheitið  á sínu eigin tungumáli. Það gerði það jafnvel ennþá augljósara á þessari stundu að ég  lofaði því að halda skátalögin eftir bestu getu, að ég er ein þeirra sem vil taka þátt í átaki til að byggja upp friðsamari heim-í mínum heimaranni.

Nú held ég til baka til míns heimalands, til daglegra verkefna, þar sem ég mun miðla af reynslu minni frá Jamboree í leik og starfi.

 

Senn er liðið ár frá þessari miklu lífsreynslu sem það er að fara á Jamboree. Hvað er minnisstæðast ?  Margar hamingjustundir, stórkostleg upplifun. Ég get rifjað upp myndir og samskipti við skátavini með stolti og gleði.

 

Við hinir eldri skátar í gildunum höldum einnig  okkar St. Georgsdag. Dagur samstöðu innan alþjóðabandalaga skáta og gildisskáta. Á þeim degi ættum við að endurnýja skátaheitið. Við eigum samleið, ungir sem aldnir, nýir gildisfélagar og þeir sem meiri reynslu hafa. Skátaheitið sameinar okkur. Við endurnýjum skátaheitið okkar, hver á sínu tungumáli og hvert og eitt með sínar vonir og væntingar.

 

Og þegar við förum með einkunnarorð okkar- Eitt sinn skáti- Ávallt skáti- styrkir það mig í anda skátahugsjónarinnar, að lifa eftir þeim nú og um alla framtíð.

 

 

Gunilla Engwall

Landsgildismeistari í St. Georgsgillen í Svíþjóð


 

Vinnufundur 2012

 

St. Georgsdagurinn 2012

St. Georgsgildið í Keflavík sér um St. Georgsdaginn í ár.
Hann verður haldinn á laugardegi hinn 21. apríl n.k.
 
Við hittumst kl. 14.00 að Skólavegi 12 og fáum að heyra sögu “Geimsteins”, en synir Rúnars heitins, þeir Júlíus og Baldur taka á móti okkur.
 
Eftir  það verður gengið upp í Skátahús Heiðabúa og þar verður boðskapur dagsins kynntur okkur og vonandi verður sitthvað skemmtilegt framborið. Allavega verður kaffihlaðborð.
 
Við viljum minna Gildin á að koma með eitthvað skemmtilegt með sér.
 
Þáttaka tilkynnist í síðasta lagi mánudaginn 16. apríl í síma Hreins 421-1659 eða 694-7688 eða Eydísar í síma 421-1558 eða 863-0158
 
St. Georgsgildið í Keflavík

 

 

Frá Landsgildismeistara

 

Kæru félagar

 

Minni á fundinn þ. 10.mars 2012 kl. 11.00 í Skátamiðstöðinni við Hraunbæ, Reykjavík.

Þar verður fjallað um framtíðarsýn gildanna og safnað hugmyndum, sem að gagni mættu koma. Æskilegt er að hvert gildi sendi a.m.k. 3-4 fulltrúa og fleiri eru auðvitað velkomnir.

Gildismeistarar hafa fengið send gögn varðandi þennan fund, en hann mun standa fram eftir degi.

 

Málin eru heldur að skýrast hvað varðar NB fundinn í Litháen. Umsóknareyðublöð eru hér á síðunni. Svo virðist sem reiknað sé með að allir þátttakendur fari á Rumsiskes open air svæði en fólk getur valið um nokkrar ferðir þ. 16. júní. Þær ferðir kosta 20 evrur pr. mann.

 

Að lokum er minnt á að efni í næsta Bál  er þegið með þökkum. Áætlaður útgáfutími er í byrjun maí.

 

 

Gildismeistarar veita nánari upplýsingar.

 

Hrefna Hjálmarsdóttir

Landsgildismeistari

Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

462-4623/847 2742

 

Boðskapur vináttudagsins 2011

  ISGF

International Scout and Guide Fellowship

(An organization for adults)

 alt

 AISG

Amitiè Internationale Scoute et Guide

(Une organisation pour adultes)

 Boðskapur vináttudagsins 2011

Ágætu gildisvinir

Á Heimsþingi ISGF fá þátttakendur að upplifa hugtakið „Vinátta“ persónulega og stærstur hluti fulltrúa aðildarfélaga ISGF tileinka sér það til hins fyllsta. Como var tilvalinn staður til þess að skiptast á persónulegum upplýsingum, reynslu- sögum og eignast nýja vini.

Nú þegar við erum öll komin aftur til okkar heima, höfum við á þessum Vináttu- degi ágætis tækifæri til að útbreyða boðskapinn, sem Baden-Powels lét okkur eftir. „Gildisskáti er allra vinur og bróðir eða systir sérhvers gildisskáta“.

Látum okkur öll fara frá mótstað okkar og út á meðal fólks; hvert fyrir sig ræða við nágranna okkar, maður við mann; við vinnufélaga okkar eða t.d. einhvern ókunnugan sem er fús til að eiga við okkur orð. Það er næsta auðvelt að biðja ókunnan einstakling að verða vin sinn á netinu, en erfitt að biðja þess augliti til auglitis.

Nauðsynlegt er að grípa til markvissra aðgerða. Sýnið hugmyndarflug, látið ykkur koma í hug nýjar uppákomur; bjóðið t.d. einhverjum upp á kaffibolla eða í gönguferð. Heimsækið öldrunarheimili og brosið við einhverjum vistmanninum. Deilið með honum hamingju ykkar.

Nauðsyn er á auknum einstaklingsþroska. Sumir halda að efri aldur tryggi að maður viti allt sem vita þarf. Brosið - deilið kunnáttu ykkar og reynslu, þannig víkkar þið þekkingu ykkar og hljótið mun meira í ykkar hlut

Sum gildanna ættu jafnvel að nýta sér Vináttudaginn til þess að safna fé til styrktar þeim aðildarfélögum ISGF sem erfitt eiga með að greiða aðildargjöld sín.

Þetta gæti orðið upphaf þess að deila með öðrum ánægjunni, sem aðildin að ISGF gefur.

Með einlægum kveðjum.

Midá Rodrigues formaður heimsráðs ISGF 

Skjalið sjálft má sækja hér


 

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135


Síða 6 af 8

Sögustiklur

1970: Norðurlandaþing St. Georgsgildanna var haldið í fyrsta skipti á Íslandi, nánar tiltekið 27. til 31. júlí. Þingið sóttu 110 gildisfélagar frá hinum Norðurlöndunum, 27 frá Noregi, 30 frá Danmörku, 38 frá Svíþjóð og 15 frá Finnlandi. Auk þeirra tóku allmargir íslenskir gildisfélagar þátt í þessu fyrsta Norðurlandaþingi hér á landi og sáu um allan undirbúning og framkvæmd þess. Þingið þótti með miklum glæsibrag og takast hið besta.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36