Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Fréttir
Skátagildin á Íslandi

Skátagildið Skýjaborgir stofnað í kvöld

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

 Það var merkur áfangi í skátastarfi í Hafnarfirði í kvöld þegar rúmlega 30 manns komu saman í Hraunbyrgi til að stofna nýtt skátagildi. Tæplega helmingur voru félagar úr St. Georgsgildinu í Hafnarfirði sem vildi sýna samstöðu sína og stuðning við hið nýja gildi. Mikill áhugi hefur verið fyrir stofnun gildisins og fjölmargir sem ekki komust í kvöld hafa tilkynnt þátttöku sína.

Fyrsti gildismeistari var kjörin Harpa Hrönn Grétarsdóttir flugumferðarstjóri. Aðrir í stjórn eru: Andri Már Johnsen varagildismeistari, Guðrún Stefánsdóttir ritari, Ragnheiður Guðjónsdóttir gjaldkeri og Sigmar Örn Arnarson meðstjórnandi. 

Þeir sem skrá sig í gildið fram á næsta félagsfund verða skráðir stofnfélagar gildisins. Guðni Gíslason, gildismeistari í St. Georgsgildisins í Hafnarfirði, sem hafði unnið að undirbúningi að stofnun gildisins, færði félögum í hinu nýja gildi árnaðaróskir frá St. Georgsgildinu í Hafnarfirði, fundargerðabók og bauð þeim afnot að Skátalundi endurgjaldslaust undir félagsfundi.

 

Vel heppnaður vináttudagur

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Vináttudagurinn var að þessu  sinni hann  haldinn í Borgarnesi  19. október sl. og var það stjórn skátagildanna sem sá um dagskrána.  Um 60 gildisskátar mættu frá öllum gildum nema Hveragerði.  Bæði skátagildin á Akureyri tóku  þátt. Að auki var ýmsum gömlum skátum boðið.

Dagskrá hófst á söguloftinu á Landnámssetrinu þar sem skátalög voru sungin. Hrefna Hjálmarsdóttir las vináttuboðskapinn, Gunnar Atlason kynnti Fræðasetur skáta sem verið er að undirbúa að Ljósafossi, Ingibjörg Hargrave sagði frá skátaheimilinu í Borgarnesi sem svannasveitin þar stóð fyrir að yrði byggt, Hreinn Óskarsson fór með gamanmál tengd skáldagötunni í Hveragerði.

Síðast uppfært: Mánudagur, 04. nóvember 2013 14:00 Nánar...
 

Vináttudagurinn 19. október í Borgarnesi

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Um árabil hafa gildisskátar haldið hátíðlegan svokallaðan vináttudag. Þetta er alþjóðlegur dagur sem hefur verið haldinn hátíðlegur víða um heim sem næst degi Sameinuðu þjóðanna 24. október frá árinu 1965. Það eru  skátagildin sunnan heiða sem hafa skipst á að skipuleggja daginn. Í ár mun stjórn Skátagildanna hafa veg og vanda af þessum ágæta degi.

Allir gildisskátar eru velkomnir.  Auk þess er öllum eldri skátum í Borgarnesi, á Akranesi, í Grundarfirði, í Búðardal, í Stykkishólmi, á Sauðárkrók og í  Mosfellsbæ boðið að koma og skemmta sér með gildiskátum að skátasið.

Nánar...
 

Að loknu landsgildisþingi

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Kæru gildisskátar

Hrefna Hjálmarsdóttir - Ljósm.: Guðni GíslasonÞá er fundargerð landsgildisþing 2013 loks komin inn á heimasíðuna.  Einnig fylgja skýrslur gildismeistara sem eru fróðlegar aflestrar. Þetta var all stormasamt þing og ljóst að gildisskátar hafa skoðanir á félagsskapnum. Helstu breytingar eru þær að fækkað hefur verið í stjórn skátagildanna úr sjö í fimm og nú er aðeins einn varamaður í stað tveggja. Ákveðið var að skipa tvo vinnuhópa, annan til að yfirfara samþykktir gildanna og hinn til að vinna að upplýsinga- og útbreiðslumálum gildanna.

Einnig var samþykkt  að í stað þess að tala um landsgildið yrði rætt um skátagildi í daglegu tali.

Í stað landsgildisstjórnar  yrði talað um stjórn skátagilda.  Ennþá heitum við St. Georgsgildin á Íslandi.

Hvað sem öllum orðalagsbreytingum líður þá skiptir mestu máli að efla innra starf gildanna og kynna það sem best svo hægt verði að laða fleira fólk til starfa.

Þakka gildisskátum öllum fyrir komuna á þingið.

Bestu þakkir til St. Georgsgildisins á Akureyri sem sá um undirbúning þingsins með miklum sóma.

Hrefna Hjálmarsdóttir landsgildismeistari

Sækja má fundargerðina hér

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 28. ágúst 2013 16:50
 

Hafnarfjarðargildið 50 ára

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

St. Georgsgildið í Hafnarfirði fagnaði í gær 50 ára afmæli sínu!

Í sögu gildisins segir: Miðvikudaginn 22. maí 1963 var St. Georgsgildið í Hafnarfirði stofnað. Þá komu eldri skátar búsettir í Hafnarfirði saman í Hraunbyrgi, félagsheimili Hraunbúa. Tilgangur fundarins var að stofna St. Georgsgildi, samtök eldri skáta í Hafnarfirði. Tveimur kunnu skátaforingjum í Reykjavík hafði verið boðið á fundinn. Það voru þeir Hans Jörgenson skólastjóri og Frank Michelsen úrsmiður. Hans hafði framsögu á fundinum og gerði grein fyrir starfsgrundvelli St. Georgsskáta. Þegar hann hafði lokið máli sínu, var samþykkt að stofna St. Georgsgildið í Hafnarfirði. Síðan fóru allir fundarmenn með heiti St. Georgsskáta og rituðu nöfn sín í fundargerðarbók því til staðfestingar. Stofnfélagar voru 41.

Hrefna Hjálmarsdóttir landsgildismeistari sendi félögum gildisins afmæliskveðjur í tilefni tímamótanna.

Afmælinu verður fagnað með afmælisfagnaði í september.

Innbrot

Þann skugga bar á afmælið að morguninn eftir þegar komið var í skálann blasti við skelfileg sjón, brotist hafði verið inn í skálann, 4 rúður brotnar, dóti hent út, ískáp, örbylgjuofni, húsgögnum og fleiru velt um koll, myndir á veggjum brotnar og matur út um öll gólf.

Lögreglan kom á staðinn og rannsökuðu vettvang en slitrur úr fatnaði og blóð fannst á glerbrotum þar sem farið var inn. Ekki virðist neinu hafa verið stolið en ömurlegt er að lenda í svona – ekki síst á þessum tímamótum. Leikskólabörnin urðu frá að hverfa og skálanefndin negldi fyrir glugga og og grófhreinsaði en skipuleg vorhreingerning var í skálanum sama dag og því nóg að þrífa.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 23. maí 2013 15:59
 

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 129

Warning: Illegal string offset 'active' in /var/www/virtual/stgildi.is/htdocs/templates/ja_purity/html/pagination.php on line 135


Síða 3 af 8

Sögustiklur

1972: Akranesgildi stofnað í Reykjavík. 24 íslenskir gildisfélagar sóttu norræna gildisþingið í Noregi og þótti sú ferð takast mjög vel.

1973: Eiríkur Jóhannesson var gerður að heiðursfélaga í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði á 10 ára afmæli þess hinn 23. maí og er sá fyrsti sem hlýtur þann heiður.

Sjötta landsþing St. Georgsgildia var haldið á Akureyri laugardaginn 2.júní á 10 ára afmælidegi bandalagsins. Dúi Björnsson bauð menn velkomna til Akureyrar en síðan setti landsgildismeistari Franch Michelsen þingið og bað Tryggva Þorsteinsson að vera fundarstjóra og Jóhönnu Kristinsdóttur fundarritara.

Á þessu þingi var samþykkt að breyta nafni samtakanna, sem skyldu nú heita St. Georgsgildi Íslands, nefnt Landsgildið.

Franch Michelsen var kjörinn landsgildismeistari og með honum í stjórn Björn Stefánsson Keflavík, Þorsteinn Magnússon Reykjavík, Guðfinna Svavarsdóttir Reykjavík og Sigurlaug Arnórsdóttir Hafnarfirði.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36