Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Fréttir Skráning á Landsþingið hafið

Skráning á Landsþingið hafið

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Það stefnir í skemmtilegt Landsþing Skátagildanna á Íslandi, laugardaginn 13. maí í Hafnarfirði.

  • Þinghaldið verður í Hraunbyrgi, skátamiðstöð Hraunbúa v/Víðistaðatún, Hjallabraut 51
  • Skemmti- og skoðunarferð verður farin að Skátalundi, gildisskátaskálanum við Hvaleyrarvatn
  • Kvöldskemmtun/hátíðarkvöldverður verður í Kænunni við smábátahöfnina í Hafnarfirði

Skráning er hafin og þarf að skrá þátttakendur í síðasta lagi sunnudaginn 7. maí.

Skráning er rafræn. Til að skrá þátttakendur, smelltu hér.

Greiða þarf staðfestingargjald við skráningu, kr. 2.000,-

Heildargreiðslu að frádregnu staðfestingargjaldi skal greiða í síðasta lagi, daginn fyrir þing.

Greiða skal inn á bankareikning 0140-26-5836, kennitala: 680482-0399. Senda þarf staðfestingu úr netbanka á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

  • Þinggjald: kr. 3.500,- Innifalin hádegishressing og kaffi.
  • Skemmti- og fræðsluferð: kr. 1.500,- Hressing innifalin og rúta
  • Kvöldskemmtun og matur: kr. 6.500,-
Matseðill:
  • Koníaksbætt humarsúpa með rjómatoppi.
  • Sinnepskriddað lamafille með steiktu grænmeti, rósmarínsósu og kartöfluturni.
  • Volg súkkulaðikaka með jarðarberjasósu og vanilluís, kaffi.

Dagskrá:

  • 09.15   Þinggögn afhent. Morgunhressing.
  • 10.00   Þingsetning og dagskrá skv. samþykktum Skátagildanna á Íslandi.
  • 12.00   Léttur hádegisverður
  • 12.45   Framhald þingstarfa
  • 14.30   Þingslit
  • 15.00   Skemmti- og skoðunarferð, 1,5-2 tímar.
  • 19.30   Kvöldskemmtun/hátíðarkvöldverður á Kænunni

 

  • Gildin eru hvött til að taka með fána sinn á fæti til að hafa á þingstað og á kvöldskemmtun.
  • Hvert gildi er hvatt til að koma með skemmtiatriði á kvöldskemmtunina
Við hlökkum mikið til að sjá sem flesta. Gestir velkomnir.

 

Síðast uppfært: Laugardagur, 29. apríl 2017 23:35  

Sögustiklur

1967: Á fundi Landsgildisstjórnar 26. apríl er sagt frá því að minningarspjöld St. Georgsskáta séu tilbúin til sölu.

Laugardaginn 20. maí er 3.þing Bandalags íslenskra St. Georgsskáta haldið í skátaskálanum Hraunbyrgi í Hafnarfirði. Landsgildismeistari bauð Eigil Mauritzen landsgildismeistara í Danmörku sérstaklega velkominn á þingið. Síðan tók Eigil Mauritzen til mál og flutti fróðlegt erindi um dönsku St. Georgsgildin. Hann afhenti í lok þingsins gildismerki á borða á fæti, gjöf frá Landsgildinu í Danmörku.

Hans Jörgensson var kosinn fundarstjóri þingsins og Kristinn Sigurðsson fundarritari.

Á þinginu voru mættir félagar úr gildunum á Akureyri, Reykjavík, Keflavík, Hafnarfirði og Vestmannaeyjum. Fram kom að í gildinu í Vestamannaeyjum hefur lögunum verið breytt þannig, að sér foringi er fyrir karla og sér fyrir konur "og hefur gefist vel".

Nokkrar lagabreytingar eru gerðar á þinginu m, a, þær, að skammstöfun Bandalags íslenskra St. Georgsskáta skyldi verða BÍSG í stað BÍG, og numið var úr lögunum að fulltrúi BÍS í Landsgildisstjórninni skyldi vera úr Reykjavík.

Landsgildisstjórnin var öll endurkjörin samkvæmt tillögu uppstillingarnefndar svo og varastjórn.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36