Gildisskátaþing 13. maí í Hafnarfirði

Sunnudagur, 15. janúar 2017 22:45
Prentvæn útgáfa

Landsþing Skátagildanna á Íslandi verður haldið í Hafnarfirði laugardaginn 13. maí nk.

Hafnarfjörður, ljósmynd: Guðni Gíslason

Þetta er 28. landsþingið og það er St. Georgsgildið í Hafnarfirði sem sér um þinghaldið. Gildisfélagar eru hvattir til að taka þátt í þinginu sem er kjörinn staður til að hitta aðra gildisfélaga, skiptast á skoðunum um gildisstarfið og njóta þess að vera saman.

Boðið verður upp á skoðunarferð og móttöku í Skátalundi en þingdeginum lýkur með hátíðarkvöldvöku og kvöldverði.

Nánari dagskrá verður kynnt síðar en gleymið ekki að taka daginn frá.

Síðast uppfært: Mánudagur, 16. janúar 2017 08:42