Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Fréttir Vel heppnað landsþing Skátagildanna

Vel heppnað landsþing Skátagildanna

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Vel heppnað landsþing Skátagildanna á Íslandi var haldið í Keflavík 9. maí sl. Mjög góður andi var á þinginu og allir fóru glaðir heim. Ný stjórn var kjörin; Þorvaldur J. Sigmarsson landsgildismeistari, Karlinna Sigmundsdóttir varalandsgildismeistari, Fjóla Hermannsdóttir ritari, Gunnar Rafn Einarsson gjaldkeri og Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir erlendur bréfritari.

Hrefna Hjálmarsdóttir og Þorvaldur J. Sigmarsson 

 Hrefna Hjálmarsdóttir fráfarandi landsgildismeistari og Þorvaldur J. Sigmarsson, nýkjörinn landsgildismeistari.

Góðar umræður voru á þinginu en áhersla var lögð á kynningarmál og fjölgun í gildisstarfi. Nokkrar breytingar voru gerðar á samþykktum Skátagildanna, flestar voru minniháttar og voru þær samþykktar einróma. Þær má finna hér á síðunni.

Skátagildið Skýjaborgir var formlega tekið inn í samtökin og sjö gildisskátar voru heiðraðir fyrir góð störf.

Að þingstörfum loknum var farið í skemmtilega skoðunarferð um Reykjanesið og um kvöldið var hátíðarkvöldverður með söng, skemmtiatriðum og dansi. Næsta þing verður haldið í Hafnarfirði árið 2017.

Sjá má myndir fra þinginu, sem Guðni Gislason tók,  hér

Síðast uppfært: Mánudagur, 11. maí 2015 10:16  

Sögustiklur

1969: Stjórn St. Georgsgildisins í Hafnarfirði ákveður að safna frímerkjum hjá félagsmönnum og verja andvirði þeirra í Eþiópiusöfnun. Í framhaldi af því ákveður Landsgildisstjórn að safna frímerkjum og peningum hjá öllum gildunum til kaupa á teppum til Eþiópíusöfnunar gildanna á hinum Norðurlöndunum.

Hinn 16. mars tekur landsgildismeistari Eiríkur Jóhannesson þátt í fundi norrænu landsgildismeistaranna í Frederiksstad í Noregi. Hann var haldinn undir stjórn Tore Höye og var sá fyrsti, þar sem mættir voru fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Á fundinum var samþykkt að næsta gildisþing Norðurlandanna yrði haldið á Íslandi næsta ár.

Fjórða þing Bandalags íslenskra St. Georgsskáta var haldið 31.maí í Keflavik. Landsgildismeistari Eiríkur Jóhannesson setti þingið og tilnefndi Þóri Kr. Þórðarson sem fundarstjóra og Nönnu Kaaber fundarritara.

Hans Jörgensson var kjörinn landsgildismeistari og með honum í stjórn Elín Jósefsdóttir Hafnarfirði, Björn Stefánsson Keflavík og Aðalsteinn Júlíusson Reykjavík. Vara menn í stjórn voru kosnir Edvard Frederiksen Reykjavík og Dúi Björnsson, Akureyri. Eftir þingið var farið í ökuferð um Nes að Garðskaga og Hvalsnesi undir leiðsögn Helga S. Jónssonar. Í Hvalsneskirkju var stutt helgistund eftir að saga hennar hafði verið rakin í stórum dráttum.

Á fundi Landsgildisstjórnar 4. júní er Edward Frederiksen skipaður fulltrúi Íslands í Eþíópíunefnd Norðurlanda og jafnframt farið þess á leit við hann að sitja Landsgildisstjórnarfundi.

Þetta ár er stofnað St. Georgsgildi á Selfossi.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36