Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Fréttir Þing Skátagildanna 9. maí

Þing Skátagildanna 9. maí

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Landsþing Skátagildanna á Íslandi verður haldið í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju 9. maí nk. en það er St. Georgsgildið í Keflavík sem sér um þinghaldið.

Gildisfélagar eru hvattir til að taka þátt í dagskránni og hægt er að velja um að taka þátt í öllu þinginu, eða aðeins þinghaldinu sjálfu, skoðunarferðinni um Reykjanes eða hátíðarkvöldvökunni og kvöldverðinum.

Þinggögn eru afhent kl. 9.15-10 en þingdagskrá hefst kl. 10.

Dagskrá:

 

09.15-10.00

Þinggögn afhent og tekið við greiðslum. Létt morgunsnarl.

10.00

Þingsetning og dagskrá skv. samþykktum Skátagildanna á Íslandi.

12.00

Léttur hádegisverður

12.45

Þingstörfum framhaldið.

14.00

Þinglok og kaffispjall

14.30

Skoðunarferð um Reykjanes undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur.

17.00

Hlé

19.30

Hátíðarkvöldvaka og kvöldverður í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Í lok hátíðarkvöldvöku verður slegið upp léttum dansleik þar sem danshæfileikar gildisfélaga fá að njóta sín.

Hlaðborð - m.a. lambalæri, laxastemmning, kartöflugratín, salat, gildissósan, töfrar Arabíu og fleira.

Gosdrykkir

Kaffi og konfekt.

Drykkir eru seldir á staðnum en fólki er einnig heimilt að taka með sér.

Að venju er gert ráð fyrir skemmtiatriðum frá hverju gildi. Söngbækur verða á staðnum. 

 

 

 

 

Sögustiklur

1967: Á fundi Landsgildisstjórnar 26. apríl er sagt frá því að minningarspjöld St. Georgsskáta séu tilbúin til sölu.

Laugardaginn 20. maí er 3.þing Bandalags íslenskra St. Georgsskáta haldið í skátaskálanum Hraunbyrgi í Hafnarfirði. Landsgildismeistari bauð Eigil Mauritzen landsgildismeistara í Danmörku sérstaklega velkominn á þingið. Síðan tók Eigil Mauritzen til mál og flutti fróðlegt erindi um dönsku St. Georgsgildin. Hann afhenti í lok þingsins gildismerki á borða á fæti, gjöf frá Landsgildinu í Danmörku.

Hans Jörgensson var kosinn fundarstjóri þingsins og Kristinn Sigurðsson fundarritari.

Á þinginu voru mættir félagar úr gildunum á Akureyri, Reykjavík, Keflavík, Hafnarfirði og Vestmannaeyjum. Fram kom að í gildinu í Vestamannaeyjum hefur lögunum verið breytt þannig, að sér foringi er fyrir karla og sér fyrir konur "og hefur gefist vel".

Nokkrar lagabreytingar eru gerðar á þinginu m, a, þær, að skammstöfun Bandalags íslenskra St. Georgsskáta skyldi verða BÍSG í stað BÍG, og numið var úr lögunum að fulltrúi BÍS í Landsgildisstjórninni skyldi vera úr Reykjavík.

Landsgildisstjórnin var öll endurkjörin samkvæmt tillögu uppstillingarnefndar svo og varastjórn.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36