Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Fréttir Bálið komið út

Bálið komið út

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Bálið er komið út, 2. tbl. 2015. Skoða má blaðið á Issuu eða sækja sem pdf. Smelltu hér.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 26. apríl 2015 21:07  

Sögustiklur

1969: Stjórn St. Georgsgildisins í Hafnarfirði ákveður að safna frímerkjum hjá félagsmönnum og verja andvirði þeirra í Eþiópiusöfnun. Í framhaldi af því ákveður Landsgildisstjórn að safna frímerkjum og peningum hjá öllum gildunum til kaupa á teppum til Eþiópíusöfnunar gildanna á hinum Norðurlöndunum.

Hinn 16. mars tekur landsgildismeistari Eiríkur Jóhannesson þátt í fundi norrænu landsgildismeistaranna í Frederiksstad í Noregi. Hann var haldinn undir stjórn Tore Höye og var sá fyrsti, þar sem mættir voru fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Á fundinum var samþykkt að næsta gildisþing Norðurlandanna yrði haldið á Íslandi næsta ár.

Fjórða þing Bandalags íslenskra St. Georgsskáta var haldið 31.maí í Keflavik. Landsgildismeistari Eiríkur Jóhannesson setti þingið og tilnefndi Þóri Kr. Þórðarson sem fundarstjóra og Nönnu Kaaber fundarritara.

Hans Jörgensson var kjörinn landsgildismeistari og með honum í stjórn Elín Jósefsdóttir Hafnarfirði, Björn Stefánsson Keflavík og Aðalsteinn Júlíusson Reykjavík. Vara menn í stjórn voru kosnir Edvard Frederiksen Reykjavík og Dúi Björnsson, Akureyri. Eftir þingið var farið í ökuferð um Nes að Garðskaga og Hvalsnesi undir leiðsögn Helga S. Jónssonar. Í Hvalsneskirkju var stutt helgistund eftir að saga hennar hafði verið rakin í stórum dráttum.

Á fundi Landsgildisstjórnar 4. júní er Edward Frederiksen skipaður fulltrúi Íslands í Eþíópíunefnd Norðurlanda og jafnframt farið þess á leit við hann að sitja Landsgildisstjórnarfundi.

Þetta ár er stofnað St. Georgsgildi á Selfossi.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36