Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Fréttir Mót gildisskáta í Horsens 2015

Mót gildisskáta í Horsens 2015

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Samkvæmt venju eru mót NSBR haldin þriðja hvert ár, til skiptis í aðildarlöndunum. Reynslan hefur sýnt að það er gefandi að koma saman og það eykur samstöðu okkar á ýmsum stöðum ekki síst í alþjóðasamstarfinu.
Það sýndi sig í valinu á Alf Runar Bakke frá Noregi í Alþjóðaráðið á síðustu heimsráðstefnu í Sidney. Hann  verður gestur á mótinu í Horsens 26.-30. júní 2015.

Þema mótsins er: „Traditionen tro eller  tro mod tradiotionerne?“ (Lauslega þýtt: Trúr hefðum eða trú á hefðir).

 

26. júní

Föstud.

12-16 Koma og skráning.

16.30 Gestir boðnir velkomnir og mótið sett.

          Kvöldverður, gömul kynni og ný, án dagskrár.

27. júní

Laugard.

Tveir  fyrirlesarar  ræða þema mótsins út frá mismunandi menningarlegum sjónarhornum.

Að loknum hádegisverði verður ferð í fyrrum Ríkisfangelsið í Horsens með leiðsögn og fyrirlestri.

Kvöldverður.

Landskeppni í skífukasti, samkvæmt hefð.

Kvöldinu lýkur á varðeldi með skemmtiatriðum.

28. júní

Sunnud.

Ferð til Jelling:

Heimsókn í Jelling-kirkju, fræðsla verður um rúnarsteinana, víkingatímann og merkisatburði í sögu Dana og  sagt frá gullhornunum. Hádegisverður í nestisformi.

Kvöldverður á Hótel Vejlefjord - e.t.v. tengdur smiðjustarfi.

29. júní

Mánud.

Sigling með skipinu „Mågen‟ á Silkiborgarvötnum og hádegisverður snæddur á Himmelbjerget.

Á Bygholm verður síðan gildishátíð og hátíðarkvöldverður í framhaldi af því.

30. júní

Morgunverður og brottför.

Skátaforingi frá Færeyjum hélt athyglisverða ræðu á norrænni skátaráðstefnu fyrir nokkrum árum síðan, hún ræddi um fundinn, að hittast, hún taldi það mikilvægasta þátt skátastarfsins

Að vera í náttúrunni, að horfast í augu við eigin takmarkanir, að mæta nýjum viðhorfum o.s.frv.
Sannarlega hafði hún rétt fyrir sér. Fundurinn, það að hittast, hlýtur að vera það mikilvægasta, líka í gildisstarfinu.
Velkomin á mótið á Bygholm þar sem samveran er aðalmálið. Verð:
Pakkatilboð: Gisting, fæði og allar ferðir, verð 5.500 DKK.

Ef fólk vill sjálft velja sér gistingu t.d. á farfuglaheimilum eða tjaldsvæðum eða öðru, er verðið 3.900 DKK.

Nota verður umsóknareyðublöð sem finna má hér:  http://sct-georgs-gilderne.dk/webmedlem/nb15/.

Umsókn er gild ef greiddur hefur verið helmingur kostnaðar fyrir 1. febrúar 2015. Síðari hluti skal greiðast fyrir 19. mars 2015 sem einnig er lokafrestur á skráningu.

Við vonumst til að sem flestir mæti og hlökkum til að sjá ykkur.

Sjá nánar á  http://sct-georg.dk/nordisk-baltisk-traef-2015/ 

Kynningarblað pdf: http://sct-georg.dk/wordpress/wp-content/uploads/2015/01/Nordisk-Baltisk-Tr%C3%A6f.pdf

 

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 21. janúar 2015 16:22  

Sögustiklur

1972: Akranesgildi stofnað í Reykjavík. 24 íslenskir gildisfélagar sóttu norræna gildisþingið í Noregi og þótti sú ferð takast mjög vel.

1973: Eiríkur Jóhannesson var gerður að heiðursfélaga í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði á 10 ára afmæli þess hinn 23. maí og er sá fyrsti sem hlýtur þann heiður.

Sjötta landsþing St. Georgsgildia var haldið á Akureyri laugardaginn 2.júní á 10 ára afmælidegi bandalagsins. Dúi Björnsson bauð menn velkomna til Akureyrar en síðan setti landsgildismeistari Franch Michelsen þingið og bað Tryggva Þorsteinsson að vera fundarstjóra og Jóhönnu Kristinsdóttur fundarritara.

Á þessu þingi var samþykkt að breyta nafni samtakanna, sem skyldu nú heita St. Georgsgildi Íslands, nefnt Landsgildið.

Franch Michelsen var kjörinn landsgildismeistari og með honum í stjórn Björn Stefánsson Keflavík, Þorsteinn Magnússon Reykjavík, Guðfinna Svavarsdóttir Reykjavík og Sigurlaug Arnórsdóttir Hafnarfirði.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36