Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Fréttir Vináttudagurinn 19. október í Hveragerði

Vináttudagurinn 19. október í Hveragerði

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Hveragerðisgildið býður til Vináttudagsins sem verður í Hveragerði sunnudaginn 19. október kl. 14 í Skátaheimilinu að Breiðumörk 22.

Þar ætlum við að hlýða á boðskap dagsins og eiga notalega stund saman. Norbert Muller hjúkrunarfræðingur kemur og  kennir okkur að hlægja.

Þau skátagildi sem vilja, komi með sín skemmtiatriði.

Veitingar kosta kr. 1.200,- á mann. (Hraðbanki í næsta húsi).

Gildismeistarar eru beðnir að skrá þátttöku félaga sinna fyrir þriðjudaginn  14. október n.k. til Magneu Árnadótturí síma 862 0842, 483 4440 eða eða á maggadís@símnet.is 

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 30. september 2014 11:41  

Sögustiklur

1971: Fimmta landsþing St. Georgsskáta var haldið í Oddfellowshúsinu í Reykjavík 20, maí, uppstigningardag. Hans Jörgensson landsgildismeistari setti þingið og skipaði Albert Kristinsson fundarstjóra en Ragnheiði Kristinsdóttur fundarritara, bæði úr Hafnarfirði.

Á þessu þingi var lesið bréf þess efnis, að Borgargildið hefði verið lagt niður.

Tvær uppástungur komu fram um Landsgildismeistara og var Franch Michelsen kosinn Landsgildismeistari með 13 atkvæðum. Hrefna Tynes fékk 12 atkvæði. Aðrir í Landgildisstjórn voru kjörnir Aðalsteinn Júlíusson, Björn Stefánsson og Þorsteinn Magnússon. Varamenn í landsgildisstjórn voru kosin Guðmundur Ólafsson og Elsa Kristinsdóttir.

Að þinginu loknu, eftir kvöldmat, var ekið til Hafnarfjarðar og upp að Hvaleyrarvatni í Skátalund skála Hafnarfjarðargildisins þar. Í Skátalundi var dvalið góða stund og var þar boðið upp á öl og meðlæti. Svo var haldið aftur til Reykjavíkur í safnaðarheimili Langholtssóknar. Þar hófst svo kvöldvaka með spjalli, söng og gamanmálum, kaffi og indælum kökum.

Á Landsgildisstjórnarfundi 10. júní var rætt um fyrirhugað norrænt gildisþing í Noregi og Þorsteinn Magnússon, Jónas Sigurður Jónsson og Albert Kristinsson skipaðir í nefnd til að undirbúa ferð þangað.

Á þessum fundi var líka rætt um að hætta að gefa Bálið út sem hluta af Foringjanum en gera það að sérstöku blaði sem kæmi út þrisvar til fjórum sinnum á ári, fjórar síður hverju sinni, en væri samt áfram innan í Foringjanum sem sjálfstætt blað. Hrefna Tynes tók að sér að athuga með ritstjórn.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36