Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Fréttir Hafnarfjarðargildið 50 ára

Hafnarfjarðargildið 50 ára

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

St. Georgsgildið í Hafnarfirði fagnaði í gær 50 ára afmæli sínu!

Í sögu gildisins segir: Miðvikudaginn 22. maí 1963 var St. Georgsgildið í Hafnarfirði stofnað. Þá komu eldri skátar búsettir í Hafnarfirði saman í Hraunbyrgi, félagsheimili Hraunbúa. Tilgangur fundarins var að stofna St. Georgsgildi, samtök eldri skáta í Hafnarfirði. Tveimur kunnu skátaforingjum í Reykjavík hafði verið boðið á fundinn. Það voru þeir Hans Jörgenson skólastjóri og Frank Michelsen úrsmiður. Hans hafði framsögu á fundinum og gerði grein fyrir starfsgrundvelli St. Georgsskáta. Þegar hann hafði lokið máli sínu, var samþykkt að stofna St. Georgsgildið í Hafnarfirði. Síðan fóru allir fundarmenn með heiti St. Georgsskáta og rituðu nöfn sín í fundargerðarbók því til staðfestingar. Stofnfélagar voru 41.

Hrefna Hjálmarsdóttir landsgildismeistari sendi félögum gildisins afmæliskveðjur í tilefni tímamótanna.

Afmælinu verður fagnað með afmælisfagnaði í september.

Innbrot

Þann skugga bar á afmælið að morguninn eftir þegar komið var í skálann blasti við skelfileg sjón, brotist hafði verið inn í skálann, 4 rúður brotnar, dóti hent út, ískáp, örbylgjuofni, húsgögnum og fleiru velt um koll, myndir á veggjum brotnar og matur út um öll gólf.

Lögreglan kom á staðinn og rannsökuðu vettvang en slitrur úr fatnaði og blóð fannst á glerbrotum þar sem farið var inn. Ekki virðist neinu hafa verið stolið en ömurlegt er að lenda í svona – ekki síst á þessum tímamótum. Leikskólabörnin urðu frá að hverfa og skálanefndin negldi fyrir glugga og og grófhreinsaði en skipuleg vorhreingerning var í skálanum sama dag og því nóg að þrífa.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 23. maí 2013 15:59  

Sögustiklur

1970: Norðurlandaþing St. Georgsgildanna var haldið í fyrsta skipti á Íslandi, nánar tiltekið 27. til 31. júlí. Þingið sóttu 110 gildisfélagar frá hinum Norðurlöndunum, 27 frá Noregi, 30 frá Danmörku, 38 frá Svíþjóð og 15 frá Finnlandi. Auk þeirra tóku allmargir íslenskir gildisfélagar þátt í þessu fyrsta Norðurlandaþingi hér á landi og sáu um allan undirbúning og framkvæmd þess. Þingið þótti með miklum glæsibrag og takast hið besta.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36