Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Fréttir Uppbrettar ermar

Uppbrettar ermar

Ég kann alltaf vel við þegar fólk er með uppbrettar ermar. Ekki kannski mjög formlegt en einmitt þess vegna. Það sýnir að fólk ætlar að takast á við eitthvað þarflegt.

Nú þegar hinu formlega gildisstarfi fer að ljúka taka önnur verkefni við. Aðalfundir hafa verið haldnir og nýjar stjórnir myndaðar. Mörg gildi fara í ferðir yfir sumartímann, önnur munu án efa leggja skátafélögunum í heimabyggð lið þegar hinir ungu skátar fara að búa sig á landsmótið. Á sumrin tekur lífið á sig aðra mynd, við förum í ferðalög, hittum fleira fólk, hvílum okkur á hversdagslífinu.  

Í vetur ræddum við gildisskátar saman um nauðsyn þess að efla gildisstarfið þó  vissulega sé það kröftugt viða. En í heildina erum við of fá. Skátastarfið í landinu þarf að efla til muna. Og nú er lag því umfjöllun um skátastarf mun aukast verulega síðari hluta þessa árs.

Hvernig væri að grípa blað og blýant og punkta hjá sér nöfn gamalla skáta og aðra sem væri ástæða til að laða inn í gildisstarf ? Það gerirst ekki af sjálfu sér. Við þurfum að hefjast handa. Síðan væri hægt að bera saman lista þegar fer að líða að formlegu gildisstarfi á ný. Bjóða á fundi, blása til kynningarfunda, skrifa í bæjarblöðin, fjölga í gildum, stofna ný gildi allt eftir aðstæðum á hverjum stað.

 

Og munið..... brettið upp ermar.

 

Hrefna Hjálmarsdóttir

Landsgildismeistari

 

 

Sögustiklur

1968: Þetta ár eru þrjú ný gildi stofnuð í Reykjavík:

Ernir í Bústaða- og Grensásssókn hinn 1. febrúar, gildismeistari Ingvi Viktorsson,

Dalbúar fyrir Kleppsholt og Laugarnes hinn 22. febrúar, gildismeistari Einar Sigurðsson og Vestri í Vesturbæ hinn 25. október, gildismeistari Hrefna Tynes. Þessi gildi eru vígð á St. Georgsdaginn 23. apríl á Bessastöðum að viðstöddum forseta Ásgeiri Ásgeirssyni og skátahöfðingja Jónasi B. Jónssyni.

St. Georgsboðskapur Norðurlandanna var að þessu sinni saminn af forseta Íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni.

Borgargildið, samstarfsnefnd gildanna í Reykjavík var stofnað 13. maí 1968.

Borgargildismeistari verður Þórir Kr. Þórðarson prófessor, varagildismeistari Jón E. Ragnarsson héraðsdómslögmaður og Franch Michelsen ritari Borgargildisins.

Á Landsgildisstjórnarfundi 11. júlí segir Franch Michelsen frá því að hann hefði komið af stað blaði, Bálinu, sem fylgja á Foringjanum, þrisvar sinnum á ári, fjórar síður í miðju blaðinu. Á sama fundi er ákveðið að bjóðast til að halda Norðurlandaþing gildanna hér á landi 1970.

Niðurhal skjala

Fundargerd_landthings_2011.pdf 2093kB 2011-09-11 14:16:23
Landsgildisthing_2013_fundargerd.pdf 499kB 2013-08-28 16:38:54
St_Georgs___vgsla.pdf 47kB 2010-11-10 17:41:21
VinattudagsBodskapur2011.pdf 53kB 2011-10-18 17:25:38
VinttudagsBoskapur2010.pdf 88kB 2010-11-09 21:32:38
fridarlogi_kynningarbaeklingur.pdf 604kB 2010-11-26 16:16:50
landgildisthing_2015_fundargerd.pdf 2216kB 2016-05-07 14:04:54
samthykktir_skatagildanna_a_islandi_2015.pdf 194kB 2015-05-10 23:42:50
samthykktir_skatagildin_a_islandi_2013.pdf 73kB 2013-08-28 15:38:36