Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Akureyri Stjórn Akureyrargildis
Stjórn Akureyrargildis
1 Svala Ýrr Björnsdóttir gildismeistari Þetta tölvupóstfang er verndað fyrir ruslpóstsþjörkum, þú þarft að virkja JavaScript til að sjá það.
2 Hákon Guðmundsson varagildismeistari Þetta tölvupóstfang er verndað fyrir ruslpóstsþjörkum, þú þarft að virkja JavaScript til að sjá það.

Sögustiklur

1968: Þetta ár eru þrjú ný gildi stofnuð í Reykjavík:

Ernir í Bústaða- og Grensásssókn hinn 1. febrúar, gildismeistari Ingvi Viktorsson,

Dalbúar fyrir Kleppsholt og Laugarnes hinn 22. febrúar, gildismeistari Einar Sigurðsson og Vestri í Vesturbæ hinn 25. október, gildismeistari Hrefna Tynes. Þessi gildi eru vígð á St. Georgsdaginn 23. apríl á Bessastöðum að viðstöddum forseta Ásgeiri Ásgeirssyni og skátahöfðingja Jónasi B. Jónssyni.

St. Georgsboðskapur Norðurlandanna var að þessu sinni saminn af forseta Íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni.

Borgargildið, samstarfsnefnd gildanna í Reykjavík var stofnað 13. maí 1968.

Borgargildismeistari verður Þórir Kr. Þórðarson prófessor, varagildismeistari Jón E. Ragnarsson héraðsdómslögmaður og Franch Michelsen ritari Borgargildisins.

Á Landsgildisstjórnarfundi 11. júlí segir Franch Michelsen frá því að hann hefði komið af stað blaði, Bálinu, sem fylgja á Foringjanum, þrisvar sinnum á ári, fjórar síður í miðju blaðinu. Á sama fundi er ákveðið að bjóðast til að halda Norðurlandaþing gildanna hér á landi 1970.