Skátagildin á Íslandi

..ávallt skáti

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Home Akureyri Fréttir
Fréttir Akureyri

Bætt á Bálið

Frá St.Georgsgildinu á Akureyri


Á aðalfundi  sem haldinn var 2. nóv 2010 var eftirfarandi stjórn kjörin:

Sigurlína Sigurgeirsdóttir gildismeistari

Ingigerður Traustadóttir   varagildismeistari

Kristbjörg Rúna Ólafsdóttir gjaldkeri

Þórey Bergsdóttir ritari

Kristín B Jónsdóttir meðstjórnandi

Sú breyting var samþykkt á  aðalfundi að framvegis verða aðalfundir í febrúar ár hvert í stað nóv. og reikningsár skal vera almanaksárið.

 

Fundir  St Georgsgildisins á Akureyri eru haldnir 1. mánudag í mánuði  á tímabilinu september til mai. Fundarstaður er í hinni nýju starfsaðstöðu Gildisins, Vörðunni, sem er við Freyjunes á Akureyri, en Varðan var vígð og gefið nafn í nóv 2010.

Í nóv 2010 var þess minnst að 50 ár eru liðin síðan St Georgsgildið á Akureyri var stofnað og að þeirri stofnun stóð Dúi Björnsson.

Haustferðin var á sínum stað og var farið til Siglufjarðar um Héðinsfjarðargöng.

St Georgsgildið á Akureyri hefur um árabil séð um leiðalýsingu í kirkugarði Akureyrar og  nú einnig í Lögmannshlíðar kirkjugarði. Vinnufundir hafa verið amk vikulega frá áliðnu sumri til jóla, en krossar eru lýstir  frá 1. sunnudegi í aðventu fram til þrettánda dags jóla. Síðan fer það eftir tíðarfari hvenær hægt er að taka inn krossa og það sem þeim fylgir og ganga frá.

Jólafundur er venjulega haldinn fyrsta mánudag í des. og sjá gildisfélagar um matseld ásamt því að sjá um að skera og steikja laufabrauð og huga að jólagleðinni.

Í janúar er að öllu jöfnu gripið í spil eða Bingó.

Okkur bættist við liðsauki í febrúar, en þá gengu þau Svala og Bragi í gildið okkar. Því var tekið fagnandi.

Göngunefnd, sem Fjóla og Valgeir skipa, sér um að skipuleggja gönguferðir og er gengið á sunnudögum. Þetta eru gönguferðir þar sem flestir geta tekið þátt í og er gengið í u.þ.b.  eina klst. Töluvert ber á stafgöngustöfum sem minna á gömlu skátastafina og er það vel.

Við höfum verið boðin á sameiginlegan fund sem Kvistur stóð fyrir og var þar ríkjandi skátaandi og gaman að vera saman.

Á hverju hausti býður skátafélagið Klakkur til samveru í Fálkafelli eina kvöldstund í tilefni þess að skálinn er opnaður til vetrarstarfs og þar eiga gildin og skátarnir góða stund saman. Einnig  er samvera með skátunum 22. feb. við söng og gleði.

Á gildisfundum er ýmist fróðleikur eða einhver dægradvöl.

Handverkskvöld hafa verið haldin mánaðarlega og stundum höfum við notið kennslu við föndur.

Í ár eru liðin 20 ár frá vígslu á bústaðnum okkar, Árseli í Aðaldal, en hann var vígður 27. okt 1991.

 

Haustlitir við Ársel

 



Sögustiklur

1959: Fyrsta íslenska St. Georgsgildið var stofnað í Reykjavík þetta ár. Það var nefnt St. Georgsgildið í Reykjavík og var fyrsti gildismeistari þess Daníel Gíslason. Varð þetta upphaf gildishreyfingarinnar hér á landi.

1962: Landsgildið var formlega stofnað þann 2. júní þetta ár. Fyrsti Landsgildismeistarinn var Dúi Björnsson, sem nú er látinn.